Starfsemin
Eitt stærsta siglinganet Evrópu
Samskip bjóða upp á heildarþjónustu á Íslandi og í Færeyjum, fjölþátta gámaflutningsþjónustu um alla Evrópu, frystiflutninga og flutningsmiðlun um allan heim. Kynntu þér flutningsnetið okkar og siglingaáætlanir.
siglingaáætlanir» Flutningafyrirtæki á heimsmælikvarða
Félagið er eitt af stærri flutningafyrirtækjum í Evrópu með um 668 milljónir evra í veltu á ári og starfsstöðvar í 26 löndum í Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Ástralíu. Starfsmenn eru um 1.700 talsins um allan heim. Höfuðstöðvar Samskipa eru í Hollandi og frá stofnun þess á Íslandi árið 1991 hefur það stækkað hratt, bæði vegna innri vaxtar og kaupa á öðrum félögum. Meginstarfsemi félagsins byggir á gámaflutningum í Evrópu, flutningum á Norður-Atlantshafi, hitastýrðum flutningum um allan heim ásamt flutningsmiðlun og stórflutningum í Evrópu.
» Afgreiðslustaðir okkar
Afgreiðslustaðir okkar eru um allt land. Við tökum vel á móti þér á starfstöðvum okkar og aðstoðum þig með þínar vörusendingar. Hér getur þú séð nánar um staðsetningar og opnunartíma sem og fundið þína hentugustu áætlun.
» Sjálfbærni og umhverfið
Stefna Samskipa er að vera ávallt í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við högum framleiðslu- og þjónustuferlum félagsins í samræmi við sett markmið og á þann hátt að tekið er tillit til áhrifa á náttúru, umhverfi og samfélag. Við höfum sett okkur markmið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka umhverfisáhrif.
» Vinnustaðurinn
Við leggjum áherslu á jákvæð og góð samskipti og við berum virðingu fyrir störfum hvers annars. Það er okkur mikilvægt að búnaður á starfsstöðvum okkar sé til fyrirmyndar. Lögð er áhersla á að viðhalda og bæta við þekkingu og hæfni starfsfólks með markvissri endurgjöf, fræðslu og starfsþróun.
- 650000+Fluttir Gámar (TEUs) á ári
- 20000Gámar
- 50+ Siglingar á viku
- 1700 Starfsmenn um allan heim